Búa í hesthúsi meðan ósköpin ganga yfir Jakob Bjarnar skrifar 13. nóvember 2023 12:18 Patricia og Rúrik búa í hesthúsi og bíða hvað þess sem verða vill. Að sögn Rúriks hefur Patriciu orðið um og ó, hún er frá Sviss og ekki vön jarðskjálftum. Rúrik Hreinsson/Patricia Hobi Þau Rúrik Hreinsson og Paricia Hobi flúðu bæinn eins og aðrir Grindvíkingar og fundu athvarf í hesthúsi í Fjárborgum, rétt fyrir ofan borgina. Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira
Þegar blaðamaður náði tali af Rúrik var hann á leið til Grindavíkur eftir Suðurstrandavegi eftir nýfengið grænt ljós frá yfirvöldum þess efnis að þeir mættu skjótast í hús sín og ná í „einhverja larfa“ eins og Rúrik orðar þar. Fer vel um þau í hesthúsinu En þegar bærinn var rýmdur fengu þau inni í hesthúsi hjá vinafólki sínu. Rúrik lætur vel af dvöl þeirra þar. „Það fer ægilega vel um okkur, notalegt að vera inni um hestana og svo erum við með kisurnar okkar tvær hjá okkur og fjóra hesta,“ segir Rúrik. Þau hjónaleysin eiga níu hesta alls. Þau voru svo fyrirhyggjusöm að koma þremur þeirra fyrir í Keflavík þar sem þeir eru á beit og tveir hestanna eru á Mýrum. Fjórir eru svo með þeim í Fjárborgum. Rúrik kvartar ekki og segist ánægður með viðbrögð yfirvalda. „Ég held að menn séu að gera sitt besta og eru að reyna að gæta öryggis fólks. Ég tek ofan hattinn fyrir þessu fólki og er ekki að ergja mig yfir smámunum.“ Rúrik hefur fullan skilning á því að reistar hafi verið skorður við því að fólk hafi ekki fengið að fara eftir gæludýrum sínum og nú rofar eitthvað til með það. „Fyrst eru menn að hugsa um öryggi fólks og svo eru dýrin í framhaldi af því.“ Patricia í rusli vegna jarðhræringanna Rúrik er sjómaður en kærasta hans, hún Patrica, starfar hjá Silica við Bláa lónið. Hún er frá Sviss en hefur búið á Íslandi í þrjú ár. „Hún er alveg í rusli yfir þessu öllu saman. Þetta hefur fengið verulega á hana. Hún er óvön jarðskjálftum,“ segir Rúrik. Hann segir ömurlegt til þess að hugsa að geta hugsanlega ekki lengur búið í sínum heimabæ. „Ég er fæddur og uppalinn á Þingeyri en hef búið í Grindavík frá 1993,“ segir Rúrik sem lítur á sig sem Þingeyring og Grindvíking jöfnum höndum. „Ég sleit barnsskónum á Þingeyri og flutti 13 ára til Grindavíkur.“ En það sem uppúr stendur er að finna fyrir hinni miklu samkennd sem ríkir í samfélaginu. „Sama hvar borið er niður. Það er búið að hringja í mann víðs vegar að og bjóða manni allskonar húsnæði og aðstöðu fyrir okkur og hrossin. Þetta er heiðursfólk sem á Fákaland og þau eiga mikið hrós skilið fyrir að hleypa okkur inn og leyfa okkur að búa þarna. Þetta er með ólíkindum,“ segir Rúrik.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt en ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Sjá meira