Íbúarnir sem komust ekki í gær fá fimm mínútur í dag Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. nóvember 2023 11:11 Þessar grindvísku konur ræddu við fréttamann á bílastæðinu við Fagradalsfjall í gær. Þær náðu að skjótast á heimili sitt og ná í örfá verðmæti. Vísir/Vilhelm Íbúar í Grindavík sem ekki komust til síns heima í gær að sækja verðmæti fá til þess fimm mínútur í dag. Opið verður til Grindavíkur fyrir viðkomandi íbúa frá tólf á hádegi í fjórar klukkustundir. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að áætlun geti breyst án fyrirvara. Aðgangurinn sé aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær. Fyrirtæki hafa heimild til þess að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á tímabilinu 10 til 12. Þeir íbúar sem gátu ekki farið til síns heima í gær fá heimild til að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á þessum tíma: 12:00 – 16:00. Hvert heimili fær 5 mínútur. Íbúar á eftirfarandi svæð um geta farið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila frá klukkan 12:00 -14:00: 12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp 12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur Aðrir íbúar þurfa að fara í bíl með viðbragðsaðilum frá klukkan 14:00-16:00. Ákvörðun þessi er byggð á áhættumati og til að tryggja öryggi fólks. 13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut 13:30 Skiptastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir 14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun 14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún 15:00 Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg) „Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila inn í bæinn,“ segir í tilkynningu. „Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.“ Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem að henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk,“ segir í tilkynningunni. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum. Þar segir að áætlun geti breyst án fyrirvara. Aðgangurinn sé aðeins fyrir þá sem komust ekki í gær. Fyrirtæki hafa heimild til þess að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á tímabilinu 10 til 12. Þeir íbúar sem gátu ekki farið til síns heima í gær fá heimild til að fara inná svæðið í gegnum lokunarpóst á þessum tíma: 12:00 – 16:00. Hvert heimili fær 5 mínútur. Íbúar á eftirfarandi svæð um geta farið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila frá klukkan 12:00 -14:00: 12:00 Víðigerði-Austurhóp-Miðhóp-Efrahóp-Fálkahlíð-Norðurhóp-Suðurhóp 12:30 Túngata 2-22 (austan megin götunnar), Marargata- Mánagata-Mánasund-Hafnargata-Seljabót-Hópsvegur-Austurvegur Aðrir íbúar þurfa að fara í bíl með viðbragðsaðilum frá klukkan 14:00-16:00. Ákvörðun þessi er byggð á áhættumati og til að tryggja öryggi fólks. 13:00 Víkurhóp-Stamphólsvegur-Vesturhóp-Túnagata 1-25 (vestan megin götunnar), Víkurbraut 13:30 Skiptastígur-Árnastígur-Glæsivellir-Ásvellir-Sólvellir-Blómsturvellir-Iðavellir 14:00 Gerðavellir – Selsvellir –Höskuldavellir-Hólavellir-Litluvellir-Baðsvellir-Efstahraun 14:30 Heiðarhraun-Hvassahraun-Staðarhraun-Borgarhraun-Arnarhraun-Leynisbrún 15:00 Fornavör-Suðurvör-Norðurvör-Staðarvör-Laut-Ásabraut-Sunnubraut-Hellubraut-Vesturbraut-Kirkjustígur-Lundur (Bjarg) „Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglu. Íbúar sem fá að fara inn til Grindavíkur eiga að koma á söfnunarstaðinn sem er bílastæðið við gossvæðið, við Fagradalsfjall. Það þarf að koma um Suðurstrandarveg að austan til Grindavíkur að söfnunarstað. Þar fær fólk frekari leiðbeiningar. Frá söfnunarstað verður ekið á einkabílum í fylgd viðbragðsaðila inn í bæinn,“ segir í tilkynningu. „Heimild til þess að fara inn í bæinn er ábyrgðarhluti og ekki léttvæg ákvörðun og þýðir alls ekki að svæðið sé að öðru leyti opið fyrir umferð. Þetta verður skipulögð og stýrð aðgerð undir stjórn lögreglunnar.“ Til athugunar fyrir íbúa: Ekki fara ef þú þarft ekki nauðsynlega að fara Aðeins verður leyfi fyrir einn aðila að fara inn á svæðið, fyrir hvert heimili Skráið niður lista yfir það sem þið hyggist sækja áður en lagt er af stað Munið eftir húslykli Búr fyrir gæludýr ef þörf er á Poka eða annað undir muni Íbúar hafa stuttan tíma inni á heimilinu. Þau sem fara mega ekki vera með bráðaofnæmi fyrir dýrum því það verða gæludýr með í för í bakaleiðinni. Þetta er eingöngu til þess sækja mjög mikilvæga hluti s.s. gæludýr, lífsnauðsynleg lyf, hugsanlega vegabréf eða aðra ómissandi hluti fyrir heimilisfólk Heimilt verður að keyra ökutæki sem skilin voru eftir við rýmingu, út af svæðinu frá Grindavík, en eingöngu í fylgd viðbragðsaðila „Þessu fylgir áhætta og því mjög mikilvægt að allir sem að henni koma hlýði vandlega öllum fyrirmælum lögreglu sem stýrir þessari aðgerð og virði tímamörk,“ segir í tilkynningunni.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Erlent Fleiri fréttir Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Sjá meira