Höfða hópmálsókn gegn Ronaldo Aron Guðmundsson skrifar 1. desember 2023 08:01 Cristiano Ronaldo, leikmaður portúgalska landsliðsins og Al-Nassr Vísir/Getty Portúgalska knattspyrnugoðsögnin Cristiano Ronaldo stendur frammi fyrir hópmálsókn á hendur sér í Bandaríkjunum í tengslum við samstarf sitt við Binance, einn stærsta rafmyntarmarkað í heimi. Krefjast stefnendur þess að Ronaldo greiði sér því sem nemur einum milljarði Bandaríkjadala í skaðabætur. Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið. Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira
Starfshættir Binance eru nú til skoðunar og er fyrirtækið meðal annars sakað um að hafa greitt götu glæpa- og hryðjuverkasamtaka í því að flytja fjármuni á milli heimshluta. Það var í nóvember árið 2022 sem Binance svipti hulunni af samstarfi sínu við Ronaldo í gegnum fyrsta NFT (non-fungible token) „CR7“ safnið. Fjárfestingarmöguleiki sem Ronaldo sagði sjálfur að myndi umbuna stuðningsmönnum hans fyrir allan þann stuðning sem þeir höfðu sýnt honum í gegnum árin. CR7 vörumerkið, sem er byggt í kringum ímynd Portúgalans, á stóran þátt í því að hann er einn auðugasti íþróttamaður heims. Ódýrustu eignirnar í CR7 safninu voru verðmetnar á 77 Bandaríkjadali í nóvember árið 2022. Nú ári seinna eru sömu eignir verðmetnar á einn Bandaríkjadal. Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu. Grunsamlegt athæfi tilkynnt til alríkisyfirvalda Hneykslismál hafa skollið á Binance, undanfarnar vikur. Fyrirtækið hefur verið sakað um að hjálpa viðskiptavinum sínum að hjá refsiaðgerðum víðs vegar um heiminn og auðvelda glæpahópum og hryðjuverkasamtökum að færa fjármuni milli heimshluta. Í síðustu viku sagði svo framkvæmdastjóri Binance, Changpeng Zhao, af sér í skugga ásakana um peningaþvætti. Ásakanir sem nú hefur verið sýnt fram á að voru á rökum reistar og hefur Changpeng játað sök í málinu. Hann bíður nú næstu skrefa í sínu máli og á í millitíðinni ekki yfirgefa Bandaríkin. Þar að auki hefur dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna gert Binance að greiða um 4,3 milljarða Bandaríkjadala í sekt og um leið tilkynnt grunsamlega starfshætti fyrirtækisins til alríkisyfirvalda. View this post on Instagram A post shared by Cristiano Ronaldo (@cristiano) Ronaldo hafi afvegaleitt þau Þau sem standa fyrir hópmálsókninni á hendur Ronaldo segja hann hafa afvegaleitt þau með sínum eindregna stuðningi við Binance og orðið til þess að þau fjárfestu í eignum sem hefðu aldrei skilað þeim öðru en tapi á endanum. Í málsókninni, sem The Athletic hefur undir höndunum, er því haldið fram að grunnmarkmiðið að baki samstarfi Ronaldo við Binance hafi verið að hjálpa fyrirtækinu að sanka að sér fleiri fjárfestum og bæta ímynd sína á Bandaríkjamarkaði. Ronaldo í leik með Portúgal. Stefnendurnir halda því fram að Ronaldo beri ábyrgð á því að þeir hafi tapað miklum fjármunum á því að festa kaup á eignum í CR7 safninu. Sú staðreynd, að Ronaldo hafi verið að kynna NFT-safn sitt í samvinnu við Binance, hafi afvegaleitt þá og talið þeim trú um að það væri óhætt að fjárfesta í öðrum NFT eignum í gengum Binance. Ronaldo hafi vitað, eða hefði átt að vita, að með eindregnum stuðningi sínum við Binance, án þess að gefa upp hversu mikið hann fékk greitt fyrir samstarf sitt við fyrirtækið, hafi hann stundað „ósanngjörn og villandi vinnubrögð“. Er Ronaldo sakaður um „viðvarandi og árásargjarna“ kynningar- og auglýsingaherferð sem hafi tekist „ótrúlega upp“ við að sanka að nýjum viðskiptavinum fyrir Binance en í kjölfar tilkynningar um samstarf Ronaldo við Binance jókst leit á nafni fyrirtækisins í leitarvélum um 500% og seldust stærstu eignir CR7 safnsins á innan við viku. Nú þegar hópmálsóknin hefur litið dagsins ljós mun Ronaldo eiga færi á því að bregðast við henni. Næstu skref munu síðan ráðast í kjölfarið.
Hvað er NFT? NFT eru í stuttu máli sýndareignir sem hægt er að kaupa og selja líkt og hlutabréf. Þessar eignir eru aðeins til í stafrænni mynd. Almennt eru NFT notuð til þess að staðfesta eignarhald á einhverju, eins og mynd eða myndbandi á netinu.
Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Sjá meira