Bergrós aftur best í heimi og fjögur frá Íslandi í undanúrslitum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. apríl 2024 08:30 Bergrós Björnsdóttir stóð sig mjög vel og fær nú í fyrsta sinn að keppa á undanúrslitamóti fullorðinna. @bergrosbjornsdottir Fjórðungsúrslit undankeppni heimsleikanna í CrossFit eru að baki og Ísland mun eiga fjóra keppendur á undanúrslitamótinu, einn karl og þrjá konur. Það er ekki endanlega búið að staðfesta lokastöðuna en það verður ekki gert fyrr en eftir fimm daga. Það er hins vegar mjög ólíklegt að þetta breytist eitthvað úr þessu. Björgvin Karl Guðmundsson náði langbestum árangri íslenska CrossFit fólksins. Hann varð þriðji í Evrópu og í sjöunda sæti á heimsvísu. Björgvin Karl Guðmundsson.@bk_gudmundsson Björgvin Karl er líka eini íslenski karlinn sem komst áfram í undanúrslitin en næsti íslenski keppandi var Rökkvi Guðnason sem endaði í 143. sæti í Evrópu. Bergur Sverrisson varð síðan 166. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson endaði í 184. sæti í Evrópu. Ísland átti sem sagt fjóra karla á topp tvö hundruð í Evrópu. Þrjár íslenskar konur tryggðu sér sæti í undanúrslitamótinu með því að verða meðal fjörutíu efstu í Evrópu. Sara Sigmundsdóttir náði besta árangrinum með því að verða í 23. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir kom skammt á eftir í 25. sæti. Hin unga og stórefnilega Bergrós Björnsdóttir náði síðan 29. sæti og er því að leiðinni á sitt fyrsta undanúrslitamót. Þegar er litið á stöðuna á heimsvísu þá varð Sara númer fjörutíu, Þuríður Erla númer 46 og Bergrós númer 51. Efstu konur í heimi í flokki sextán til sautján ára.@morningchalkup Bergrós er aðeins sautján ára gömul og hún er efst allra í heiminum í hennar aldursflokki. Alveg eins og í opna hlutanum þá náði enginn á hennar aldri betri árangri. Önnur á eftir Selfyssingnum varð Írinn Lucy McGonigle og eftir henni koma síðan fjórar bandarískar stelpur. Guðbjörg Valdimarsdóttir var ekki langt frá þessu en hún endaði í 55. sæti og Steinunn Anna Svansdóttir varð í 94. sæti. Hallgerður María Friðriksdóttir (143. sæti), Hjördís Óskarsdóttir (168. sæti), Stefanía Júlíusdóttir (178. sæti) og Alma Káradóttir (189. sæti) náðu líka allar að verða meðal þeirra tvö hundruð efstu í Evrópu. Ísland átti því þrettán fulltrúa á topp tvö hundruð, fjóra karla og níu konur. Undanúrslitamót Evrópu fer fram í Lyon í Frakklandi frá 17. til 19. maí. Hingað til hafa keppendur skilað æfingum sínum í gegnum netið en nú keppa þau hlið við hlið um sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira
Það er ekki endanlega búið að staðfesta lokastöðuna en það verður ekki gert fyrr en eftir fimm daga. Það er hins vegar mjög ólíklegt að þetta breytist eitthvað úr þessu. Björgvin Karl Guðmundsson náði langbestum árangri íslenska CrossFit fólksins. Hann varð þriðji í Evrópu og í sjöunda sæti á heimsvísu. Björgvin Karl Guðmundsson.@bk_gudmundsson Björgvin Karl er líka eini íslenski karlinn sem komst áfram í undanúrslitin en næsti íslenski keppandi var Rökkvi Guðnason sem endaði í 143. sæti í Evrópu. Bergur Sverrisson varð síðan 166. sæti og Ægir Björn Gunnsteinsson endaði í 184. sæti í Evrópu. Ísland átti sem sagt fjóra karla á topp tvö hundruð í Evrópu. Þrjár íslenskar konur tryggðu sér sæti í undanúrslitamótinu með því að verða meðal fjörutíu efstu í Evrópu. Sara Sigmundsdóttir náði besta árangrinum með því að verða í 23. sæti en Þuríður Erla Helgadóttir kom skammt á eftir í 25. sæti. Hin unga og stórefnilega Bergrós Björnsdóttir náði síðan 29. sæti og er því að leiðinni á sitt fyrsta undanúrslitamót. Þegar er litið á stöðuna á heimsvísu þá varð Sara númer fjörutíu, Þuríður Erla númer 46 og Bergrós númer 51. Efstu konur í heimi í flokki sextán til sautján ára.@morningchalkup Bergrós er aðeins sautján ára gömul og hún er efst allra í heiminum í hennar aldursflokki. Alveg eins og í opna hlutanum þá náði enginn á hennar aldri betri árangri. Önnur á eftir Selfyssingnum varð Írinn Lucy McGonigle og eftir henni koma síðan fjórar bandarískar stelpur. Guðbjörg Valdimarsdóttir var ekki langt frá þessu en hún endaði í 55. sæti og Steinunn Anna Svansdóttir varð í 94. sæti. Hallgerður María Friðriksdóttir (143. sæti), Hjördís Óskarsdóttir (168. sæti), Stefanía Júlíusdóttir (178. sæti) og Alma Káradóttir (189. sæti) náðu líka allar að verða meðal þeirra tvö hundruð efstu í Evrópu. Ísland átti því þrettán fulltrúa á topp tvö hundruð, fjóra karla og níu konur. Undanúrslitamót Evrópu fer fram í Lyon í Frakklandi frá 17. til 19. maí. Hingað til hafa keppendur skilað æfingum sínum í gegnum netið en nú keppa þau hlið við hlið um sæti á heimsleikunum. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup)
CrossFit Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Körfubolti Fleiri fréttir Í beinni: FH - Fenix Toulouse | Síðasti Evrópudans FH-inga í bili Í beinni: Njarðvík - Valur | Þær grænu geta unnið fimmta leikinn í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Sjá meira