Eitt af bestu tímabilum íslenskrar knattspyrnukonu erlendis Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. júní 2024 10:31 FC Nordsjælland varð danskur meistari í fyrsta sinn og vann báða stóru titlaana í boði. Það var því mikið fagnað hjá Emilíu Kiær Ásgeirsdóttur og félögum. @fcnordsjaelland Emilía Kiær Ásgeirsdóttir kláraði á dögunum frábært tímabil sitt með danska félaginu Nordsjælland. Emilía Kiær valdi nýverið að spila með íslenska landsliðinu frekar en því danska og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Austurríki á Laugardalsvellinum. Eftir að hafa klæðst íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn þá kórónaði hún síðan tímabilið með því að vinna bæði danska meistaratitilinn og danska bikarmeistaratitilinn með Nordsjælland. View this post on Instagram A post shared by Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (@emiliakiaer) Báðir titlarnir komu í hús eftir æsispennandi Íslendingaslagi á móti Bröndby. Fyrst nægði Nordsjælland jafntefli á útivelli til að tryggja sér meistaratitilinn, sem tókst, og svo vann liðið 2-1 sigur á Bröndby í bikarúrslitaleiknum. Það sem gerir þetta tímabil hjá Emilíu Kiær að einu af þeim bestu tímabilum hjá íslenskri knattspyrnukonu erlendis er að hún ekki aðeins það að hún sé að vinna tvöfalt með sínu liði. Hún er að vinna tvöfalt þar sem hún er markahæst í dönsku deildinni með tíu mörk og hún skoraði síðan einnig fyrsta mark liðsins í bikarúrslitaleiknum. Markadrottning, meistari, bikarmeistari og hetja í bikarúrslitaleiknum. Það verður varla mikið betra en það. Emilía Kiær og liðfélagar hennar voru líka að brjóta blað í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Nordsjælland liðið verður danskur meistari og að sjálfsögðu um leið í fyrsta sinn sem liðið vann tvöfalt. Bikarinn var liðið aftur á móti að vinna annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Nordsjælland hafði ekki heldur náð að enda í öðru sæti og besti árangurinn fyrir þetta tímabil var þriðja sætið í fyrsta og eina skiptið árið 2020. Nordsjælland endaði með þessu þriggja ára sigurgöngu HB Køge. Yngri lið félagsins voru líka mjög sigursæl á þessu tímabili og því er framtíðin líka björg. Emilía Kiær sjálf er auk þess bara nítján ára gömul og er því bara rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland) Danski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira
Emilía Kiær valdi nýverið að spila með íslenska landsliðinu frekar en því danska og lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Austurríki á Laugardalsvellinum. Eftir að hafa klæðst íslensku landsliðstreyjunni í fyrsta sinn þá kórónaði hún síðan tímabilið með því að vinna bæði danska meistaratitilinn og danska bikarmeistaratitilinn með Nordsjælland. View this post on Instagram A post shared by Emilía Kiær Ásgeirsdóttir (@emiliakiaer) Báðir titlarnir komu í hús eftir æsispennandi Íslendingaslagi á móti Bröndby. Fyrst nægði Nordsjælland jafntefli á útivelli til að tryggja sér meistaratitilinn, sem tókst, og svo vann liðið 2-1 sigur á Bröndby í bikarúrslitaleiknum. Það sem gerir þetta tímabil hjá Emilíu Kiær að einu af þeim bestu tímabilum hjá íslenskri knattspyrnukonu erlendis er að hún ekki aðeins það að hún sé að vinna tvöfalt með sínu liði. Hún er að vinna tvöfalt þar sem hún er markahæst í dönsku deildinni með tíu mörk og hún skoraði síðan einnig fyrsta mark liðsins í bikarúrslitaleiknum. Markadrottning, meistari, bikarmeistari og hetja í bikarúrslitaleiknum. Það verður varla mikið betra en það. Emilía Kiær og liðfélagar hennar voru líka að brjóta blað í sögu félagsins. Þetta er í fyrsta sinn sem Nordsjælland liðið verður danskur meistari og að sjálfsögðu um leið í fyrsta sinn sem liðið vann tvöfalt. Bikarinn var liðið aftur á móti að vinna annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fimm árum. Nordsjælland hafði ekki heldur náð að enda í öðru sæti og besti árangurinn fyrir þetta tímabil var þriðja sætið í fyrsta og eina skiptið árið 2020. Nordsjælland endaði með þessu þriggja ára sigurgöngu HB Køge. Yngri lið félagsins voru líka mjög sigursæl á þessu tímabili og því er framtíðin líka björg. Emilía Kiær sjálf er auk þess bara nítján ára gömul og er því bara rétt að byrja. View this post on Instagram A post shared by FC Nordsjælland 🐯 (@fcnordsjaelland)
Danski boltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Hareide hættur með landsliðið Grindvíkingar þétta raðirnar Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Sjá meira