Golf

Golf

Fréttir og úrslit úr heimi golfsins.

Fréttamynd

McIlroy frábær í Dúbaí

Norður-Írinn Rory McIlroy virðist aftur kominn í sitt besta form en hann spilaði á níu höggum undir pari á fyrsta keppnisdegi Dubai Desert Classic-mótsins.

Golf
Fréttamynd

Garcia á meðal tíu efstu á ný

Spánverjinn Sergio Garcia er kominn aftur í hóp tíu efstu á heimslistanum í golfi eftir nokkurra ára fjarveru. Garcia hefur ekki verið hærra á listanum í fjögur ár.

Golf
Fréttamynd

Korda sigraði á Bahamaeyjum

Jessica Korda frá Bandaríkjunum sigraði á Bahamas LPGA Classic mótinu sem er fyrsta mót ársins á LPGA-mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Missir Mickelson af titilvörninni?

Phil Mickelson vonast til að geta tekið þátt í Phoenix Open mótinu á PGA-mótaröðinni um næstu helgi en þar á þessi bandaríski kylfingur titil að verja.

Golf
Fréttamynd

Er Tiger of mikið í ræktinni?

Fyrrverandi þjálfari kylfingsins Tiger Woods telur að efsti kylfingur heimslistans hafi bætt við sig of miklum vöðvamassa og að það sé að trufla frammistöðu hans á golfvellinum.

Golf
Fréttamynd

Óþarfi að örvænta segir þjálfari Woods

Þjálfari Tiger Woods segir að það sé óþarfi fyrir aðdáendur hans að örvænta þrátt fyrir skelfilega byrjun á árinu. Woods féll úr leik á Farmers Insurance mótinu á PGA-mótaröðinni í gær.

Golf
Fréttamynd

Tveir frábærir hringir dugðu ekki til

Ólafur Björn Loftsson, kylfingur úr Nesklúbbnum, var einu höggi frá því að öðlast takmarkaðan þátttökurétt á PGA-mótaröðinni í Suður-Ameríku. Keppni á úrtökumótinu í Orlando lauk í dag.

Golf
Fréttamynd

Einvígi á milli Mickelson og McIlroy?

Mikil spenna er fyrir lokahringinn á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni. Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson lék gríðarlega vel í dag eða á 63 höggum og er á meðal efstu manna.

Golf
Fréttamynd

Mickelson magnaður í Abú Dabí

Phil Mickelson sýndi allar sínu bestu hliðar á Abú Dabí-meistaramótinu í golfi í morgun. Hann skilaði sér í hús á 63 höggum eða níu undir pari vallarins.

Golf
Fréttamynd

Reed með eins höggs forystu í Kaliforníu

Bandaríkjamaðurinn Patrick Reed tók forystuna á Humana Challenge mótinu á PGA-mótaröðinni í gær eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á 63 höggum eða níu höggum undir pari.

Golf
Fréttamynd

Mickelson í vandræðum í Abu Dhabi

Spánverjinn Rafael Cabrera-Bello, Frakkinn Romain Wattel og Englendingurinn Matthew Baldwin eru efstir eftir fyrsta hring á Abu Dhabi Championship mótinu sem fram fer á Evrópumótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Ólafur Björn í góðum gír í Orlando

Seltirningurinn Ólafur Björn Loftsson lék fyrsta hringinn á NCA mótaröðinni í Orlando í Flórída í dag á 68 höggum eða á þremur höggum undir pari. Hann deilir 11. sæti fjórum höggum á eftir efsta manni.

Golf
Fréttamynd

Úlfar hættur við að hætta

Úlfar Jónsson verður áfram landsliðsþjálfari Íslands í golfi en þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Golfsambandi Íslands.

Golf
Fréttamynd

Oosthuizen varði titilinn í Suður-Afríku

Louis Oosthuizen frá Suður-Afríku sigraði á Volvo Champions mótinu sem lauk í dag á Evrópumótaröðinni í golfi. Hann lék hringina fjóra í mótinu á samtals á 12 höggum undir pari og varð einu höggi betri en landi sinn Branden Grace.

Golf
Fréttamynd

Zach Johnson vann fyrsta mót ársins

Bandaríkjamaðurinn Zach Johnson bar sigur úr býtum á fyrsta PGA-móti ársins í golfi, Tournament of Champions sem fór fram á Hawaii-eyjum. Þetta var hans þriðji sigur síðan í september síðastliðnum og sá ellefti á ferlinum.

Golf
Fréttamynd

Þrír deila forystunni á Hawaii

Dustin Johnson, Jordan Spieth og Webb Simpson eru efstir og jafnir fyrir lokahringinn á Tournament of Champions-mótinu á Hawaii-eyjum, fyrsta móti ársins í PGA-mótaröðinni.

Golf
Fréttamynd

Adam Scott fékk fimm fleiri atkvæði en Tiger

Ástralski kylfingurinn Adam Scott og Inbee Park frá Suður-Kóreu voru valin karl- og kvenkylfingur ársins 2013 af Golf Writers Association of America, Samtökum golffréttamanna í Bandaríkjunum.

Golf
Fréttamynd

Wozniacki og McIlroy trúlofuð

Tenniskonan Caroline Wozniacki og kylfingurinn Rory McIlroy, eitt þekktasta íþróttapar heims, ákvaðu að fagna nýju ári með því að trúlofa sig.

Golf