Hef trú á mér og strákunum 13. janúar 2005 00:01 Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið fór til Spánar í gær þar sem lokaundirbúningurinn fyrir HM í Túnis fer fram. Þar mun liðið æfa og spila þrjá æfingaleiki - gegn Spánverjum, Frökkum og Egyptum - áður en haldið verður til Afríku þar sem Ísland spilar fyrsta leik sinn í heimsmeistaramótinu gegn Tékkum 23. janúar. Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari gengur hreint til verks. Þrátt fyrir að vera með nýtt og lítt reynt landslið setur hann stefnuna hátt. Það á að vera meðal sex efstu, sem yrði ekki ónýtur árangur. "Vissulega hefði ég getað keyrt niður allar væntingar fyrir mótið ef ég vildi," sagði Viggó. "Ég er ekki sammála slíkum vinnubrögðum. Ég aftur á móti hef trú á mér og landsliðshópnum og tel okkur tvímælalaust geta endað á meðal sex efstu á mótinu." Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Viggó notar þessa taktík því hann gerði slíkt hið sama þegar hann tók við þýska félaginu Wuppertal fyrir tæpum áratug síðan. Þá sagðist Viggó ætla að fara beint upp með liðið, sem hafði innan sinna raða leikmenn sem voru að stíga sín fyrstu spor í atvinnumennsku - Ólaf Stefánsson og Dag Sigurðsson - í bland við reynda refi eins og Geir Sveinsson. "Það var hlegið að mér í Þýskalandi. Það skipti mig engu því við kláruðum mótið með stæl og fórum beint upp í úrvalsdeild. Þessi taktík virkar tvímælaust og menn verða að hafa trú á því sem þeir eru að gera," sagði Viggó, sem tók við landsliðinu af Guðmundi Guðmundssyni eftir Ólympíuleikana. Mörgum fannst rétt að stokka liðið upp eftir ÓL og Viggó var einn þeirra. Hann sagði stjórn HSÍ frá sínum fyrirætlunum með landsliðshópinn og stjórn Handknattleikssambandsins sagði við það tilefni að rétt væri að stefna á góðan árangur á HM árið 2007. Það vildi Viggó ekki hlusta á. "Ég sagði bara við þá að ég væri að fara til Túnis eftir tvo og hálfan mánuð til þess að ná árangri. Ég er það metnaðarfullur að ég vil ekki þykjast vera að byggja upp í einhvern tíma bara svo ég fái vinnufrið. Ég held líka að þetta sé rétta leiðin. Það var orðin allt of mikil svartsýni í gangi. Ég hef trú á þessu liði og að við náum góðum árangri í Túnis," sagð Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Uppgjörið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir „Nauðsynlegt fyrir íslensk lið að taka þátt í svona keppni“ „Þessi deild er bara þannig að það er ekkert gefins“ Porto lagði Val í Portúgal Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á alls oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Sjá meira