Úrvalsdeildin að byrja á ný 8. febrúar 2005 00:01 Úrvalsdeild DHL-deildarinnar í handbolta hefst í kvöld með þrem leikjum. Fyrsta umferðin klárast svo á morgun þegar Þór tekur á móti Val á Akureyri. Aðdragandi þessarar úrvalsdeildar er búinn að vera langur en leikið var í tveim deildum fyrir áramót og fjögur efstu liðin í hvorum riðli fóru síðan í úrvalsdeild en hin liðin spila í 1. deildinni. Þau lið sem komust í úrvalsdeild taka síðan með sér þau stig sem þau fengu í innbyrðisleikjum gegn hinum liðunum í úrvalsdeildinni. Val og ÍR gekk vel í "réttu" leikjunum í vetur og þau byrja því úrvalsdeildina með átta stig en Víkingur, Þór og ÍBV eiga aftur á móti verk fyrir höndum þar sem þau hefja úrvalsdeildina með aðeins fjögur stig. Stórleikur kvöldsins að margra mati viðureign Íslandsmeistara Hauka og ÍBV að Ásvöllum. ÍBV var á mikilli uppleið undir lok forkeppninnar og Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari er einn þeirra sem spáir þeim velgengni í úrvalsdeildinni. Ef Eyjamenn ætla sér alla leið í vetur er ljóst að þeir verða að leggja þá bestu að velli og leikurinn í kvöld gefur nokkuð góða mynd af því hvar þeir í raun standa. ÍR-ingar fá erfitt verkefni er þeir sækja KA heim en KA er aðeins með stigi minna en ÍR, sjö. Þeir geta því skotist upp fyrir Breiðhyltinga með sigri á heimavelli og því er mikið undir á Akureyri í kvöld. HK tekur síðan á móti Víkingum í Digranesi en HK var spáð titlinum fyrir mót en þeim hefur gengið illa að standa undir þeim væntingum. Engu að síður ætti Víkingur að vera lítil fyrirstaða gegn þeim á heimavelli. Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira
Úrvalsdeild DHL-deildarinnar í handbolta hefst í kvöld með þrem leikjum. Fyrsta umferðin klárast svo á morgun þegar Þór tekur á móti Val á Akureyri. Aðdragandi þessarar úrvalsdeildar er búinn að vera langur en leikið var í tveim deildum fyrir áramót og fjögur efstu liðin í hvorum riðli fóru síðan í úrvalsdeild en hin liðin spila í 1. deildinni. Þau lið sem komust í úrvalsdeild taka síðan með sér þau stig sem þau fengu í innbyrðisleikjum gegn hinum liðunum í úrvalsdeildinni. Val og ÍR gekk vel í "réttu" leikjunum í vetur og þau byrja því úrvalsdeildina með átta stig en Víkingur, Þór og ÍBV eiga aftur á móti verk fyrir höndum þar sem þau hefja úrvalsdeildina með aðeins fjögur stig. Stórleikur kvöldsins að margra mati viðureign Íslandsmeistara Hauka og ÍBV að Ásvöllum. ÍBV var á mikilli uppleið undir lok forkeppninnar og Viggó Sigurðsson landsliðsþjálfari er einn þeirra sem spáir þeim velgengni í úrvalsdeildinni. Ef Eyjamenn ætla sér alla leið í vetur er ljóst að þeir verða að leggja þá bestu að velli og leikurinn í kvöld gefur nokkuð góða mynd af því hvar þeir í raun standa. ÍR-ingar fá erfitt verkefni er þeir sækja KA heim en KA er aðeins með stigi minna en ÍR, sjö. Þeir geta því skotist upp fyrir Breiðhyltinga með sigri á heimavelli og því er mikið undir á Akureyri í kvöld. HK tekur síðan á móti Víkingum í Digranesi en HK var spáð titlinum fyrir mót en þeim hefur gengið illa að standa undir þeim væntingum. Engu að síður ætti Víkingur að vera lítil fyrirstaða gegn þeim á heimavelli.
Íslenski handboltinn Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ Handbolti Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Fótbolti Fleiri fréttir Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Harry Potter í ástralska landsliðinu Dagskráin í dag: Tapar Man City sjötta leiknum í röð? Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elvar: Við erum kannski bara svona skemmtilega vitlausir Kristinn: Við vorum geggjaðir Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Hræringar í Bestu: Daníel Hafsteins orðaður við Víking og Andri Rúnar í Garðabæ Kveðst frekar vilja íslenskan þjálfara Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Sjá meira