„Maður verður auðvitað að standa við orð sín“ Stefán Árni Pálsson skrifar 6. ágúst 2013 06:00 Birgir Leifur Hafþórsson heldur hér á bikarnum á Nesvellinum í gær ásamt dóttur sinni Birgittu Sóley Birgisdóttur. Fréttablaðið/Daníel Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“ Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira
Hið árlega góðgerðarmót Nesklúbbsins og DHL fór fram á Nesvellinum í 17. skipti í gær en mótið ber nafnið Einvígið á Nesinu. Að þessu sinni mun DHL styrkja Dropann, styrktarfélag barna með sykursýki, um eina milljón króna eftir mótið. Eins og hefð er fyrir er tíu af bestu kylfingum landsins boðið til leiks. Í ár var Ólafía Þórunn Kristinsdóttir eina konan sem tók þátt á mótinu en hún er Íslandsmeistari kvenna í holukeppni. Alfreð B. Kristinsson, bróðir hennar, tók einnig þátt í gær. Fyrirkomulag mótsins er á þann veg að keppendur leika fyrst níu holu höggleik og síðan eftir hádegi hefst sjálft einvígið þar sem einn keppandi dettur út á hverri holu þar til tveir standa eftir á níundu holunni. Í ár var það Birgir Leifur Hafþórsson, GKG, sem bar sigur úr býtum en þetta var í annað sinn sem kylfingurinn fer með sigur af hólmi á mótinu. Í úrslitum mættust þeir Birgir Leifur og Birgir Björn Magnússon, Keili, en hinn síðarnefndi er aðeins 16 ára gamall. Bráðabana þurfti til að skera úr um sigurvegara en þar hafði sá eldri betur.Með ungabarn heima „Manni líður alltaf vel eftir svona sigra,“ sagði Birgir Leifur Hafþórsson, í samtali við Fréttablaðið í gær. Birgir Leifur og Elísabet Halldórsdóttir eignuðust sitt þriðja bara fyrir aðeins fimm dögum en þá kom lítill drengur í heiminn. „Það var vissulega nokkuð einkennilegt að taka þátt á golfmóti rétt eftir að strákurinn fæddist en maður komst í gegnum þetta. Maður verður auðvitað að standa við orð sín þegar maður lofar sér í svona góðgerðamót,“ segir Birgir Leifur. Að hans mati eru sigurvegarar mótsins þeir aðilar sem leggja góðu málefni lið en fyrirtækið DHL hefur ávallt aðstoðað ákveðnum málefnum með fjárhagslegum stuðningi að móti loknu. Aðstæður voru ekki góður á Nesvellinum í gær og blés töluvert.Maður reynir að forðast einvígin „Þetta er alltaf skemmtilegt mót þrátt fyrir að veðrið spilaði stórt hlutverk hér í dag. Það sem gerir þetta mót svona frábært er að það skiptir ekki alltaf máli hvernig maður er að spila, maður þarf bara að halda sér inn í leiknum. Maður þarf síðan að reyna eftir bestu getu að forðast einvígin og það skiptir mestu máli að vera einbeittur þegar að þeim kemur.“ Birgir Leifur spilaði að eigin sögn mjög vel á Nesvellinu í gær en átti við hinn 16 ára Birgi Björn á lokaholunni og tryggði sér sigurinn eftir bráðabana. „Hann er frábær kylfingur og á heldur betur framtíðina fyrir sér í þessari íþrótt. Við Íslendingar eigum ótrúlegan efnivið í þessu sporti.“ Birgir Leifur er 36 ára eða 20 árum eldri en nafni sinn. „Ég er bara að verða einn af gömlu köllunum á vellinum enda búinn að vera lengi að. Maður verður að halda vel á spöðunum á móti ungviðnum.“Á góðum stað „Ég þarf aðeins að fínpússa leikinn en annars líður mér mjög vel með mitt golf og er á góðum stað. Núna verð ég að halda áfram á þessari braut en sigur á svona móti eflir bara sjálfstraustið hjá manni.“
Golf Mest lesið Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Fótbolti Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Fótbolti Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Körfubolti Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda Körfubolti Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Fótbolti Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Körfubolti Harry Potter í ástralska landsliðinu Sport Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Fótbolti Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Handbolti HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Handbolti Fleiri fréttir Leik lokið: FH - Fenix Toulouse 25-29 | Tap í síðasta Evrópuleik FH-inga Haukar með mikilvægan sigur í Mosfellsbæ Atlético skoraði sex Ótrúlegur Óðinn í stórsigri Kadetten sem skipti þó engu Í beinni: Man. City - Feyenoord | City-menn sigurþurfi Í beinni: Sporting - Arsenal | Gerir Gyökeres Skyttunum grikk? Eiður Aron áfram á Ísafirði Leik lokið: Njarðvík - Valur 77-67 | Grænar unnið fimm í röð Segir að Schumacher hafi ekki mætt í brúðkaupið Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Albert sá sögulegan sigur strákana okkar og Martin stríddi Ítölum Andri Rúnar í Stjörnuna Vaknaði með harðsperrur: „Þetta var bara stórkostlegt“ Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Þjálfari FH með hljóðnema á sér: „Massa reynsla hérna í bland við massa greddu“ HK gaf leik gegn Herði: „Ekki nýtt vandamál fyrir okkur á landsbyggðinni“ Stærstu sigrar íslenska körfuboltalandsliðsins í gegnum tíðina Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Littler gæti mætt Sherrock á HM Cadillac á leiðinni í Formúlu 1 Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni Baldur galdraði fram vörnina sem sló Ítalina kalda „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Sjá meira