Jarðhiti

Fréttamynd

Unnið dag og nótt að byggingu varnargarðanna

Við Grindavíkurveg eru framkvæmdir í fullum gangi. Þar er unnið dag og nótt að því að reisa varnargarða sem eiga að vernda orkuverið í Svartsengi ef til eldgoss kemur. Varnargarðarnir eru þegar orðnir milli þrjú og fjögur hundruð metra langir.

Innlent
Fréttamynd

Að­koma HS Orku og Bláa lónsins ekkert rædd

Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata spurði Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hvort það hafi komið til tals innan ríkisstjórnarinnar, hvort það hafi komið til greina að þau fyrirtæki sem á svæðinu eru; HS Orka og Bláa lónið, kæmu að þeim kostnaði sem væri því samfara að reisa varnargarð um þau?

Innlent
Fréttamynd

Tvær virkjanir HS Orku slógu út í skjálftunum

HS Orka missti út tvær virkjanir í jarðskjálftunum á Reykjanesskaga í dag. Báðar þeirra eru komnar í rekstur aftur en forstjóri HS Orku segir lítið hægt að gera annað en að bíða þar til hrinunni líkur. 

Innlent
Fréttamynd

Slökktu eld í Svarts­engi

Eldur kom upp í klæðningu á einni af byggingum HS Orku í kvöld. Þetta staðfestir Einar Jónsson slökkviliðsstjóri í Grindavík.

Innlent
Fréttamynd

Öflug skjálfta­hrina hófst í morguns­árið eftir ró­leg­heitin í nótt

Fremur öflug skjálftahrina tók sig upp að nýju í morgun eftir tiltölulega rólega nótt á Reykjanesinu. Nokkrir stærri skjálftar hafa riðið yfir frá því um átta leytið í morgun, sjö þeirra voru yfir 3 að stærð. Náttúruvársérfræðingur segir að íbúar svæðisins megi áfram að búast við öflugum skjálftum allt að fimm að stærð.

Innlent
Fréttamynd

Bygging varnar­garða bíði til­lögu

„Er ekki orðið tímabært að fara að ráðum þessara sérfræðinga og að minnsta kosti, taka einhverja ákvörðun og helst þá að hefja framkvæmdir til að verja byggð og aðra innviði?“ spurði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma í dag.

Innlent
Fréttamynd

Með á­ætlanir gjósi í Svarts­engi

Kvikusöfnun heldur áfram nærri Svartsengi og Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, segir fyrirtækið með viðbragðsáætlun komi til eldgoss. Stjórnendur funduðu með almannavörnum í dag. 

Innlent
Fréttamynd

Hætta á að verðmætum verði glutrað niður

Ísland er eitt fárra landa í heiminum sem hefur ekki kortlagt jarðauðlindir sínar eins og heitt og kalt vatn. Forstjóri Ísor segir um mikilvægustu auðlindir mannskyns að ræða og gríðarlega mikilvægt að hraða rannsóknum. Nú sé hætta á að verðmætum verði glutrað niður. 

Innlent
Fréttamynd

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort

Forstjóri Landsvirkjunar segir stefna í erfiðan raforkuskort á næstu árum ef ekki verður losað um þau virkjanaáform sem sitja föst í kerfinu. Hann skorar á sveitarfélög að blanda ekki lögbundinni skipulagsskyldu inn í ágreining við ríkið um tekjustofna.

Innlent
Fréttamynd

Stinga upp á einka­­­­væðingu ÍSOR til að varð­veita tæki­færi í jarð­hita­geiranum

Jarðboranir vara við afleiðingum þess að ríkisstofnunin Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) verði tekin af samkeppnismarkaði ef stórfelld áform umhverfisráðherra um sameiningar stofnana ná fram að ganga. Ákjósanlegra sé að stofna sérstakt félag utan um starfsemi ÍSOR, og jafnvel hleypa einkafjárfestum inn í hluthafahópinn, til að koma í veg fyrir að tækifæri Íslendinga til þátttöku í jarðhitaverkefnum glatist.

Innherji
Fréttamynd

Fram­kvæmdir hefjast við nýja flutningsæð við Hellis­heiðar­virkjun

Framkvæmdir eru að hefjast við nýja 4.450 metra langa flutningsæð fyrir gufu frá Hverahlíð til Hellisheiðarvirkjunar í Sveitarfélaginu Ölfusi. Markmiðið er að nýta fyrirliggjandi borholur við Hverahlíð til að afla uppbótargufu og skiljuvatns til rafmagns- og hitaveituframleiðslu fyrir Hellisheiðarvirkjun.

Innlent
Fréttamynd

Snúum baki við olíu og fram­leiðum ís­lenska orku

Jarðarbúar verða að hætta notkun á jarðefnaeldsneyti eins fljótt og auðið er því annars munu lofslagsbreytingar valda gríðarlegum skaða á vistkerfum heimsins með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Ísland hefur skuldbundið sig til að taka þátt í þeirri baráttu og draga verulega úr losun koltvísýrings ella greiða gríðarháar fjársektir.

Skoðun
Fréttamynd

Hætta skapist ef jarð­hitinn færist nær

Aukin jarðhitavirkni hefur mælst að undanförnu undir hringveginum í Hveradalabrekku, við Skíðaskálann í Hveradölum. Um sjötíu gráðu hiti er í holum sem boraðar voru í grennd við veginn en ennþá er eðlilegur hiti í malbikinu sjálfu.

Innlent
Fréttamynd

Rýkur úr hring­veginum í Hvera­dals­brekku

Vegfarendum er talin engin hætta búin af aukinni jarðhitavirkni sem mælist nú undir hringveginum í Hveradalabrekku við Skíðaskálann í Hveradölum. Rannsóknir sýna að hiti neðst í vegfláum er 86 gráður rétt undir yfirborðinu.

Innlent
Fréttamynd

Fjórar hita­veitur metnar á­gengar

Líkur eru á langvarandi skorti á heitu vatni á köldustu dögum ársins vegna mikillar aukningar á eftirspurn eftir vatni. Orkulindir hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu eru nánast fullnýttar. Það tekur mörg ár að kanna ný virkjanasvæði og byggja þau upp til nýtingar. 

Innlent
Fréttamynd

Bein út­sending: Sjá fram á aukna eftir­spurn og fyrir­sjáan­leg vanda­mál

Kynning á nýrri skýrslu um stöðu hitaveitna og nýtingu jarðhita til húshitunar fer fram á Hótel Nordica í dag og verður í beinni útsendingu á Vísi. Um er að ræða skýrslu sem unnin var af Íslenskum orkurannsóknum að beiðni umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra í kjölfar frétta um erfiða stöðu hjá hitaveitum í vetur.

Innlent
Fréttamynd

Ís­land þurfi ekki á gull­leit að halda

Formaður Landverndar segir að Ísland þurfi ekki á gullleit að halda, hvorki á jarðhitasvæðum né annars staðar. Mörg fyrirtæki skreyti sig með grænum stimpli án þess að innistæða sé fyrir því.

Innlent